Borgarhöfði,

hásæti höfuðborgarinnar

Skilum Höfðanum aftur til fólksins

Síðustu áratugi hefur iðnaðarstarfsemi einkennt Ártúnshöfðann og nágrenni. Borgin hefur vaxið mikið á þessum tíma og nú liggur svæðið miðsvæðis. Nú er tímabært að skila þessu einstaka svæði aftur til íbúanna og við kynnum Borgarhöfða. Sjálfbær, fallegur, ábyrgur og fjölbreyttur borgarhluti með alla þjónustu í göngufæri. Framtíðarheimili á besta stað fyrir um 3.000 borgarbúa og vinnustaður fyrir allt að 1.500 starfsmenn í blönduðu borgarumhverfi.

Þar sem borgin mætir náttúrunni

Við endurheimtum svæðið
og gerum vænt og grænt
svæði fyrir fólkið

Grænasta hverfi borgarinnar

Við skilum Höfðanum aftur til íbúanna og úr verður sjálfbær, fallegur, ábyrgur og fjölbreyttur borgarhluti — á besta stað.

· Umhverfisvottað skipulag

· Styttri ferðir og
umhverfisvænar samgöngur

· Blágrænar ofanvatnslausnir

· Sjálfbærni og ábyrgð

Umhverfisvænar samgöngur

Á Borgarhöfða verður stutt til allra átta og stutt aftur heim — bílléttur lífsstíll hafður í hávegum og gott aðgengi að umhverfisvænum samgöngum.

· 7 mínútur í miðbæinn með Borgarlínu

· Samgöngumáti framtíðar

· Stutt í allt og aftur heim

· Meiri tími fyrir fjölskylduna

Þar sem kynslóðirnar mætast

Á Borgarhöfða verður blómlegt mannlíf. Hverfi sem hugsað er frá grunni með tilliti til allra sem þar munu búa — með áherslu á lífsgæði allra aldurshópa.

· Íbúðir við allra hæfi

· Nútímaleg snjallheimili

· Öll skólastig innan hverfis

· Heilsugæsla og þjónusta við eldri borgara

Öll þjónusta í göngufæri

Borgarhöfði mun uppfylla öll viðmið um svokallað 15 mínútna hverfi þar sem öll þjónusta verður í göngufæri og jafnvel vinnustaðurinn.

· Verslun og þjónusta í göngufæri

· Mannlíf og menning

· Útivistarsvæði og sundlaug

· Blönduð byggð í jafnvægi

1950

Iðnaður í útjaðri borgar

Upp úr miðri síðustu öld hófst uppbygging iðnaðarsvæðisins á Ártúnhöfða og þannig þekkum svið svæðið enn í dag. Áður var þar blómlegur búskapur og fyrstu heimildir um rósarækt eru þaðan. Á sínum tíma var þessi landnýting réttlætanleg, í útjaðri borgarinnar. En nú er tíðin önnur.

Grófur iðnaður víkur fyrir blómlegu mannlífi.

Endurskipulagning nýs borgarhluta á Ártúnshöfða hefur verið í undirbúningi um langt skeið. Hluti af undirbúningnum hefur falist í að finna núverandi rekstraraðilum nýjan stað og er þeim áfanga að ljúka farsællega. Borgarhöfði verður hjarta nýs borgarhluta og mun uppbyggingin hefjast með krafti snemma árs 2022.

2022

2030

Grænt hverfi framtíðar

Ef áætlanir ganga eftir munu fyrstu íbúar Borgarhöfða flytja inn árið 2024 og hverfið verða fullbyggt um 2030. Fjölbreytt mannlíf, þar sem kynslóðirnar mætast við bestu aðstæður er framtíðarsýnin og okkar markmið.

1.230 íbúðir
á besta stað

3.000 íbúðir
í blandaðri byggð

40.000 fm
verslun, þjónusta og skrifstofur

1.500 störf
í hjarta nýs borgarhluta

hásæti höfuðborgarinnar