Bílakjallarar og greiðfært að stofnbrautum
Vandaðar göngu- og hjólaleiðir með tengingar við stígakerfi borgarinnar
Öflugar strætósamgöngur og Borgarlína á dagskrá 2031


Bílastæði í kjallara og greiðfært að stofnbrautum



bílakjallarar, bílastæðahús, bílgeymslur í fyrsta áfanga Borgarhöfða

Um 1,3 bílastæði pr íbúð við Krossamýrartorg

Á fyrsta uppbyggingarsvæði Borgarhöfðans, skipulagssvæði 1, verða allt að 1.570 íbúðir og um 2.020 bílastæði. Þar af verða 1.175 samnýtt leigustæði neðanjarðar og um 200 samnýtt á yfirborði.

Borgarhöfði

Bílgeymslur undir íbúðahúsum

Undir íbúðahúsum verða almennt sérmerkt bílastæði ætluð íbúum en í vissum húsum með blandaða nýtingu verða opin bílastæðahús. Slíkt eykur nýtingu og lækkar rekstrarkostnað enda er nýting íbúa mest utan hefðbundins starfstíma fyrirtækja.

Borgarhöfði

Greiðfært að stofnbrautum

Hvort sem leiðinni er heitið í vinnuna eða út á land er fljótlegt að er að komast til allra átta frá Borgarhöfða. Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut eru í nokkurra mínútna fjarlægð.



Öflugar almenningssamgöngur og Borgarlína frá árinu 2031



Fyrsta lota Borgarlínu tengir Borgarhöfða við miðbæinn á 7 mínútum

Tvær Borgarlínustöðvar verða í hverfinu. Þær eru  hluti fyrstu lotu Borgarlínu sem reiknað er með frá árinu 2031. Leiðin fer frá Borgarhöfða í Hamraborg með viðkomu í miðborginni.

Í framtíðinni verður biðstöðin við Krossamýrartorg tengistöð þriggja leiða sem fara í Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ.

Í verksjá á borgarlinan.is má fylgjast með undirbúningi fyrir fyrstu lotu Borgarlínu.

Borgarhöfði


Sjö strætóleiðir í göngufæri

Biðstöð Strætó nr. 24 er við Krossamýrartorg. Í um tíu mínútna göngufjarlægð eru jafnframt biðstöðvar sex annarra leiða, þ.e. leiða 5,6,12,15,16 og 18.

Öflugar almenningssamgöngur eru mikilvægar fyrir lífsgæði á Borgarhöfða og gera bíllausan eða bílléttan lífsstíl að góðum valkosti.

Borgarhöfði


Öruggar gönguleiðir og hjólastígar innan hverfis og í aðra borgarhluta



Stysta leiðin á milli staða

Greiðfærar og öruggar göngu- og hjólatengingar verða innan hverfis og yfir í Elliðaárvog. Innan hverfisins eru stígar meðfram öllum götum og í gegnum marga inngarða. Helstu göngustígar og gönguleiðir á Krossamýrartorgi verða upphitaðir.

Mannlíf ásamt umferð gangandi og hjólandi fær gott rými á yfirborði. Gert er ráð fyrir sérstökum hjólastígum í göturýmum borgargatna og að almennt verði upphækkaðar göngu- og hjólaþveranir yfir götur.

Göngustígar og hjólastígar á Borgarhöfða



Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.