Höfðanum skilað aftur til fólksins
Síðustu áratugi hefur iðnaðarstarfsemi einkennt Ártúnshöfðann og nágrenni. Með stækkandi borg er orðið tímabært að skila þessu einstaka svæði aftur til borgarbúa. Nú rís á Borgarhöfða fallegur og fjölbreyttur borgarhluti með alla þjónustu í göngufæri.
Vefmyndavélar sýna uppbyggingu Klasa á 133 íbúða húsi við Eirhöfða 8 í rauntíma. Eirhöfði 8 er á horni Eirhöfða og Breiðhöfða.
Skipulagsvinna á svæðinu byggir á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2040 þar sem Ártúnshöfði og Elliðaárvogur voru skilgreindir sem þróunarsvæði. Í kjölfarið var unnið rammaskipulag fyrir svæðið sem lagði meginlínur hvað varðar landnýtingu og byggðamynstur.
Upplýsingar um skipulag eru birtar í skipulagsvefsjá og í skipulagsgátt. Ekki er hægt að tryggja að öll gögn séu aðgengileg í þessu yfirliti.
Sameiginleg gögn varðandi svæði 1 og 2 má finna undir Hverfið hér að ofan.
Samþykkt deiliskipulag svæðis 2A
Skipulagslýsing svæðis 2B
Deiliskipulagstillaga vegna Borgarlínu við svæði 2A
Sameiginleg gögn varðandi svæði 1 og 2 má finna undir Hverfið hér að ofan.