Lífsgæðakjarni er í undirbúningi í hjarta Borgarhöfðans. Hús með hjúkrunarheimili, þjónustu og íbúðum fyrir 60 ára og eldri.

Grundarheimilin, Heimar og Klasi vinna sameiginlega að þróun lífsgæðakjarna að Eirhöfða 3 með um 110 hjúkrunarrýmum og allt að 160 þjónustuíbúðum auk heilsutengdrar þjónustu.

Markmiðið er að skapa samfélag fyrir eldri borgara sem ýtir undir hreysti og heilbrigði, styður við félagsleg tengsl og býður upp á aðstæður við hæfi allra íbúa.

Húsið er á besta stað m.t.t. samgangna fyrir starfsfólk, íbúa og gesti. Áformin eru háð því að samningar náist við hið opinbera um rekstur hjúkrunarheimilisins.



Útisvæði í inngarði og á þaksvölum

Útsýni frá þaksvölum og örugg útisvæði í inngarði eru innblásin af lífsgæðakjörnum og hjúkrunarheimilum á Norðurlöndunum. Svalir sólardagar verða notalegir í glerhýsi á þaki og þar geta íbúar sinnt ræktun og ræktað sambönd sín á milli.

 

Hjúkrunarheimili miðsvæðis í byggð

Erlendis er algengt að hjúkrunarheimili séu staðsett miðsvæðis í borgum og miðlægt í íbúðahverfum. Slíkt veitir fjölskyldum færi á að búa í sama hverfi á öllum aldri. Innblástur að lífsgæðakjarnanum á Borgarhöfða er frá Kaupmannahöfn.


Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.