Krossamýrartorg verður hjarta Ártúnshöfða með verslunar- og veitingarýmum, skrifstofuhúsnæði og nýju menningar- og samfélagshúsi.
Í nýju hverfi með íbúafjölda á við Garðabæ eða Akureyri skapast sterkar rekstrarforsendur fyrir nærþjónustu. Stór bílakjallari verður undir svæðinu. Miðlæg staðsetning veitir viðskiptavinum greitt aðgengi að þínum rekstri hvort sem ferðast er um nærliggjandi stofnbrautir eða með Strætó. Árið 2031 styrkjast samgöngur til muna með Borgarlínustöð sem verður með tímanum ein megin skiptistöð höfuðborgarsvæðisins.
Sterkar rekstrarforsendur fyrir nærþjónustu
Fullbyggt hverfi verður á stærð við Akureyri eða Garðabæ, með um 20.000 íbúum og þörf fyrir nærþjónustu.
Aðgengileg staðsetning fyrir fjölbreyttan rekstur
900 bílastæði verða í opnum kjallara við Krossamýrartorg og greitt aðgengi að svæðinu um stofnbrautir eða með almenningssamgöngum.
Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði
Bónus hefur þegar tryggt sér húsnæði fyrir matvöruverslun við Krossamýrartorg.
Bónus er fyrsta verslunin til að tryggja sér húsnæði á Krossamýrartorgi, en á svæðinu verður hefðbundin hverfisverslun og þjónusta s.s. apótek, blóma- og gjafavöruverslun, skyndibiti og fleira.
Skráðu þig á póstlista Klasa og fáðu tilkynningu þegar atvinnuhúsnæði fer í leigu!
Kynntu þér Borgarhöfða nánar!
2.020 bílastæði og 1.570 íbúðir verða í fyrsta áfanga. Um 90% bílastæða verða neðanjarðar sem veitir gangandi og hjólandi vegfarendum gott rými á yfirborði.
Greiðfært og stutt er að stofnbrautum. Strætó þjónar hverfinu vel í dag og Borgarlína er væntanleg árið 2031.
Síðustu áratugi hefur iðnaðarstarfsemi einkennt Ártúnshöfðann. Borgin hefur vaxið mikið og nú er tímabært að skila þessu einstaka svæði aftur til borgarbúa. Nú rís á Borgarhöfða sjálfbær, fallegur og fjölbreyttur borgarhluti með fjölbreytta þjónustu í göngufæri.
Endurheimt gróðurþekju og ofanvatnslausnir eru lykilþættir í skipulagi Borgarhöfða.
Votlendi og tjarnir undir hamrinum og í voginum eru kjörlendi margskonar gróðurs og dýralífs. Götutré veita skjól. Samþætting sjálfbærra gróðursvæða og útivistar er áberandi í skipulagi borgarhlutans.