Krossamýrartorg verður hjarta Ártúnshöfða með verslunar- og veitingarýmum, skrifstofuhúsnæði og nýju menningar- og samfélagshúsi.

Í nýju hverfi með íbúafjölda á við Garðabæ eða Akureyri skapast sterkar rekstrarforsendur fyrir nærþjónustu. Stór bílakjallari verður undir svæðinu. Miðlæg staðsetning veitir viðskiptavinum greitt aðgengi að þínum rekstri hvort sem ferðast er um nærliggjandi stofnbrautir eða með Strætó. Árið 2031 styrkjast samgöngur til muna með Borgarlínustöð sem verður með tímanum ein megin skiptistöð höfuðborgarsvæðisins.



Yfir 900 bílastæði við Krossamýrartorg

Yfir 900 bílastæði við Krossamýrartorg

Verslanir og þjónusta

Verslanir og þjónusta

Veitingar og afþreying

Veitingar og afþreying

Fjölbreyttar skrifstofur

Fjölbreyttar skrifstofur



Miðbær austurborgarinnar

Sterkar rekstrarforsendur fyrir nærþjónustu
Fullbyggt hverfi verður á stærð við Akureyri eða Garðabæ, með um 20.000 íbúum og þörf fyrir nærþjónustu.

Aðgengileg staðsetning fyrir fjölbreyttan rekstur
900 bílastæði verða í opnum kjallara við Krossamýrartorg og greitt aðgengi að svæðinu um stofnbrautir eða með almenningssamgöngum.

Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði
Bónus hefur þegar tryggt sér húsnæði fyrir matvöruverslun við Krossamýrartorg.

Borgarhöfði


Borgarhöfði
BREIÐHÖFÐI 10A | nýbygging í hönnun

300 - 9.000 fm skrifstofur til leigu

  • Möguleiki á ýmsum stærðum og klæðskerasniðinni innanhússhönnun.
  • Húsið er við Krossamýrartorg, hjarta hverfisins þar sem öll verslun og þjónusta verður við höndina.
  • 900 bílastæði verða undir Krossamýrartorgi.
  • Mikill sýnileiki. Húsnæðið er sambyggt nýju menningar- og samfélagshúsi
  • Strætóbiðstöð við dyrnar og skiptistöð Borgarlínu fyrirhuguð.
  • Verslunar- eða þjónusturými á jarðhæð má samþætta skrifstofum.
  • Nýr borgargarður verður norðan við húsið.
  • Verðlaunahönnun í samkeppni um hönnun Krossamýrartorgs.
Borgarhöfði
BREIÐHÖFÐI 10C | nýbygging í hönnun

415 til 700 fm skrifstofur til leigu á 2. til 5. hæð

  • Nýtt húsnæði sérsniðið að nýrri starfsemi
  • Veitingar, líkamsrækt, verslun og mannlíf í aðliggjandi húsum
  • Um 900 bíla kjallari verður undir Breiðhöfða 10.
  • Strætóbiðstöð er við Krossamýrartorg. Samtals sjö strætóleiðir eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.
  • Ein meginskiptistöð Borgarlínu verður við Krossamýrartorg frá 2031.
  • Stígakerfi tengir gangandi og hjólandi við stærstu íbúðahverfi borgarinnar
Borgarhöfði
DVERGSHÖFÐI 4 | skrifstofubygging í uppbyggingu

Ný 7 hæða 10.500 fm skrifstofubygging til leigu

  • Hlýleg nútímaleg hönnun. Góða dagsbirta, hljóðvist og loftgæði.
  • Leigutaki getur tekið þátt í innanhússhönnun.
  • Afhending eftir 18-24 mánuði.
  • Fjöldi bílastæða ofan- og neðanjarðar. Stutt í stofnbrautir.
  • Góðar strætósamgöngur og 1. áfangi Borgarlínu í stuttri göngufjarlægð.
  • Mikil þjónusta í nánasta umhverfi, m.a. mathöll, heilsugæsla og apótek.
  • Umhverfisvottað hús þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni og snjalllausnir.


Borgarhöfði
BREIÐHÖFÐI 10B og C | NÝBYGGINGAR Í HÖNNUN

Veitingahúsnæði við Krossamýrartorg

  • Fjölbreyttar stærðir rýma sem snúa ýmist að Krossamýrartorgi eða að Breiðhöfða.
  • Húsnæðið verðu klæðskerasniðið að nýrri starfsemi
  • Bakrými verða skilvirk og aðgengi gott fyrir gesti og vörur
  • 20 þúsund íbúa hverfi í uppbyggingu og mikill fjöldi vinnustaða í nágrenninu skapar öflugan rekstrargrundvöll
  • Fyrirhugaðar verslanir, menningar- og samfélagshús, borgargarður, líkamsrækt og afþreying við Krossamýrartorg styðja við rekstur  veitingastaða
  • Næg bílastæði og strætó/Borgarlína við torgið
Borgarhöfði
BREIÐHÖFÐI 10B og C | NÝBYGGINGAR Í HÖNNUN

Verslunarrými fyrir þjónustu og sérvöru

  • Fjölbreyttar stærðir rýma sem snúa ýmist að Krossamýrartorgi eða að Breiðhöfða.
  • Nýtt húsnæði sniðið að nýrri starfsemi með aðgengi fyrir alla og góðri vörumóttöku
  • Einstök miðlæg staðsetning hentar bæði fyrir þjónustu og verslanir
  • Ætla má að 20 þúsund íbúa borgarhluti standi undir rekstri fjölda hverfis- og sérverslana
  • Um 900 bílastæði í kjallara undir Krossamýrartorgi auk bílastæða og vörumóttökustæða á yfirborði
  • Stígakerfi og Strætó/Borgarlína


Bónus fyrst til að tryggja sér húsnæði við Krossamýrartorg

Bónus er fyrsta verslunin til að tryggja sér húsnæði á Krossamýrartorgi, en á svæðinu verður hefðbundin hverfisverslun og þjónusta s.s. apótek, blóma- og gjafavöruverslun, skyndibiti og fleira.

Borgarhöfði


Skráðu þig á póstlista Klasa og fáðu tilkynningu þegar atvinnuhúsnæði fer í leigu!



Póstlisti

Borgarhöfði


Kynntu þér Borgarhöfða nánar!



Borgarhöfði

Bílakjallarar, stutt í strætó og á stofnbrautir

2.020 bílastæði og 1.570 íbúðir verða í fyrsta áfanga. Um 90% bílastæða verða neðanjarðar sem veitir gangandi og hjólandi vegfarendum gott rými á yfirborði.

Greiðfært og stutt er að stofnbrautum. Strætó þjónar hverfinu vel í dag og Borgarlína er væntanleg árið 2031.

Eirhöfði 8, Tendra arkitektar fyrir Klasa.

Kynntu þér uppbygginguna og þróunaráform

Síðustu áratugi hefur iðnaðarstarfsemi einkennt Ártúnshöfðann. Borgin hefur vaxið mikið og nú er tímabært að skila þessu einstaka svæði aftur til borgarbúa. Nú rís á Borgarhöfða sjálfbær, fallegur og fjölbreyttur borgarhluti með fjölbreytta þjónustu í göngufæri.

Borgarhöfði

Endurheimt gróðurþekju fyrir fólk og náttúruna

Endurheimt gróðurþekju og ofanvatnslausnir eru lykilþættir í skipulagi Borgarhöfða.

Votlendi og tjarnir undir hamrinum og í voginum eru kjörlendi margskonar gróðurs og dýralífs. Götutré veita skjól. Samþætting sjálfbærra gróðursvæða og útivistar er áberandi í skipulagi borgarhlutans.


Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.