Nýr borgarhluti með um 8.000 íbúðum, atvinnuhúsnæði og öflugum almenningssamgöngum.

Fjölskylduvænt hverfi með grænum svæðum og bílum í kjöllurum. Greitt aðgengi að stofnbrautum og staðsetning við nýjan samgönguás veitir starfsfólki og íbúum möguleika á bílléttum lífsstíl.

Borgarhöfði


Kynntu þér Borgarhöfða nánar!



Borgarhöfði

Bílakjallarar, stutt í strætó og á stofnbrautir

2.020 bílastæði og 1.570 íbúðir eru áformaðar í fyrsta áfanga. Um 90% bílastæða verða neðanjarðar sem veitir gangandi og hjólandi vegfarendum gott rými á yfirborði.

Greiðfært og stutt er að stofnbrautum. Strætó þjónar hverfinu vel í dag og Borgarlína er væntanleg árið 2031.

Borgarhöfði

Menntun, heilsa og hreyfing á öllum aldri

Húsnæði og almenningsrými fyrir alla aldurshópa er lykilþáttur í skipulagi hverfisins.

Nýir grunnskólar í hverfinu eru ráðgerðir við grænt belti sem vefur sig um hverfið. Vandað net göngustíga liggur að skólunum og milli þeirra.

Borgarhöfði

Endurheimt gróðurþekju fyrir fólk og náttúruna

Endurheimt gróðurþekju og ofanvatnslausnir eru lykilþættir í skipulagi Borgarhöfða.

Votlendi og tjarnir undir hamrinum og í voginum eru kjörlendi margskonar gróðurs og dýralífs. Götutré veita skjól. Samþætting sjálfbærra gróðursvæða og útivistar er áberandi í skipulagi borgarhlutans.



Fylgstu með verklegum framkvæmdum og kynntu þér uppbyggingaráform á Borgarhöfða



Ártúnshöfði og Elliðaárvogur voru skilgreind sem þróunarsvæði í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2014. Árið 2016 var gefið út rammaskipulag fyrir svæðið sem leggur grunn að landnýtingu og byggðamynstri.

Hverfinu var í kjölfarið skipt í sjö skipulagssvæði sem eru mislangt komin hvað uppbyggingu og þróun varðar. Hér má finna upplýsingar um skiptingu borgarhlutans í skipulagssvæði, þróun hvers svæðis auk ítarefnis og gagna sem tengjast skipulagsvinnu og uppbyggingu.

Framkvæmdir og þróun
Gatnamót við Sævarhöfða. Mynd: Arkís arkitektar


Borgarhöfði

Algengar spurningar

Hvar verða skólarnir í hverfinu?


Reiknað er með þremur nýjum skólum í hverfinu. Þeir eru allir staðsettir við grænan gönguás sem liggur undir hamrinum í boga frá Fornalundi á BM Vallá svæðinu að Bryggjuhverfinu. Til að byrja með verða Hamraskóli og Foldaskóli hverfisskólar og mun skólabíll flytja börn hverfisins í grunnskólana.

Nánar um skóla og allt sem tengist fjölskyldunni

Hvaða aðilar standa að þróun Borgarhöfða?


Margir þróunaraðilar koma að verkefninu. Þróunarsvæðið í kringum Krossamýrartorg er í eigu Klasa. Hönnuðir rammaskipulags hverfisins voru Arkís, Landslag og Verkís. Deiliskipulag svæðis 1 er hannað af ASK arkitektum og deiliskiplag svæðis 2 af Arkís, Landslag og Verkís.

Nánar um þróun og uppbyggingu á Borgarhöfða

Að hve miklu leyti liggur fyrir hvernig hverfið verður eftir endurnýjun?


Reykjavíkurborg gaf út rammaskipulag fyrir svæðið í heild árið 2017 sem lagði meginlínur í þróun hverfisins. Síðan þá hefur stór hluti svæðisins verið deiliskipulagður. Þar með hefur landnotkun verið ákveðin og skilmálar fyrir mannvirki gefnir út, t.d. varðandi stærð bygginga og hæð, íbúðafjölda og fjölda bílastæða.

Nánar um skipulag Borgarhöfða

Hvaða verslun og þjónusta verður í hverfinu?


Við Krossamýrartorg er ráðgert að reisa allt að 40 þúsund fermetra atvinnuhúsnæðis. Bónus hefur þegar tryggt sér húsnæði fyrir verslun. Að auki er reiknað með að þar verði afþreying, líkamsrækt, veitingastaðir og sérvöruverslanir.

Í hverfinu er töluverð þjónusta. Veitingastaðir, heilsugæsla og líkamsræktarstöð eru í um 5 mínútna (400m) göngufjarlægð frá Krossamýrartorgi. Matvöruverslun, apótek og bakarí er í um 10 mínútna göngufjarlægð þaðan.




Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.