Við Elliðaárvog hyggst Klasi reisa allt að 184 íbúða umhverfisvæna byggingu sem nýtir nýjar lausnir á sviði sjálfbærni og hefur minna kolefnisspor en gengur og gerist.

Þverfaglegt teymi samsett af Jakob+Macfarlane. T.ark, Landslagi, Eflu, Heild og Upphafi mótaði framtíðarsýn lóðarinnar. Sýn teymisins var hlutskörpust í samkeppni sem Reykjavíkurborg stóð fyrir árið 2018 um sjálfbæra uppbyggingu á lóðinni. Reykjavíkurborg lagði lóðina fram til keppninnar.

Byggingin, sem fékk nafnið Lifandi Landslag er ‘O’ laga kolefnishlutlaus bygging með stóran garð í miðjunni þar sem gróðursettar verða staðbundnar, líffræðilega viðeigandi plöntur. Endurheimt lífríkis og gróðurs á lóðinni er lykilatriði í verkefninu en 75% lóðarinnar verður með gróðurþekju, þar meðtalin þök.



Byggingin, sem fékk nafnið Lifandi Landslag er ‘O’ laga kolefnishlutlaus bygging með stóran garð í miðjunni þar sem gróðursettar verða staðbundnar, líffræðilega viðeigandi plöntur. Endurheimt lífríkis og gróðurs á lóðinni er lykilatriði í verkefninu en 75% lóðarinnar verður með gróðurþekju, þar meðtalin þök.

Staðsetning uppbyggingarinnar, við Elliðaárvog og nýjan fyrirhugaðan borgargarð á Geirsnefi er einstök. Nýtt vegstæði og biðstöð Borgarlínu við húsið veitir íbúum kost á bílléttum lífsstíl.

Deiliskipulag svæðisins var samþykkt í ársbyrjun 2025, á reitnum er heimild fyrir 184 íbúðum og 6.240 fermetrum atvinnuhúsnæðis.



Samkeppnin C40 Reinventing Cities – grænar þróunarlóðir, leiðarljós að sjálfbærri og umhverfisvænni byggð

Samkeppnin, C40 Reinventing Cities, var hluti samstarfs 96 borga sem Reykjavíkurborg tók þátt í gegn loftslagsbreytingum. Alls voru þrjár lóðir í Reykjavík lagðar fram til keppninnar.

Reykjavík valdi þrjár lóðir til samkeppninnar við Frakkastíg, Lágmúla og við Malarhöfða. Keppnin hófst í desember 2017 þar sem þverfagleg teymi fengu tækifæri til að breyta vannýttum svæðum borgarinnar í sjálfbær svæði með aukin umhverfisgæði og minna kolefnisfótspor.Keppnin var í tveim áföngum og í þeim fyrri voru 16 lið en í þeim seinni voru átta teymi valin en fimm skiluðu inn tillögum.

Samkeppnin tók á mörgum þáttum sjálfbærni en teymin voru þverfagleg þar sem arkítektar, umhverfisfræðingar, fjárfestar, landslagsarkitektar, skipulagsfræðingar og verktakar unnu saman að tillögunum. Tekist var á við tíu lykiláskoranir, t.d. hringrásarhagkerfi, sjálfbærar samgöngur, sjálfbær byggingarefni, líffræðilegur fjölbreytileiki og samfélagslegur ávinningur.

Tvö teymi voru valin sem sigurvegarar samkeppninnar í Reykjavík, tillagan Lifandi landslag er önnur þeirra en hin fékk nafnið Fabric og sýndi tillögu að uppbyggingu lóðar á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Báðum lóðunum er ætlað að verða að fordæmi fyrir framtíðaruppbyggingu með sjálfbærni og umhverfisgæði að leiðarljósi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Alls fékk C40 yfir 230 umsóknir um þátttöku í samkeppninni Reinventing Cities á heimsvísu. Um var að ræða lóðir í öllum helstu borgum heims m.a. Mílanó, Osló, Madrid, Chicago, París, Reykjavík og San Francisco.



Fáðu tilkynningu þegar íbúðir í húsinu fara í sölu!

Skrá á póstlista



Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.