Fjölbreyttar íbúðir til sölu og enn fleiri í undirbúningi

Svæðið við Krossamýrartorg er fyrsta uppbyggingarsvæði Borgarhöfðans. Sala íbúða í fyrsta húsinu hófst 2025.

Borgarhöfði


Eirhöfði 8
133 íbúðir í uppbyggingu á vegum Klasa



Fjölbreyttar, vandaðar íbúðir nú í uppbyggingu á vegum Klasa. Tendra arkitektar eru aðalhönnuðir en GR Verk og Rafholt helstu verktakar. Staðsetningin í nálægð við Krossamýrartorg og alla þá verslun og þjónustu sem þar verður býður upp á dagleg þægindi og möguleika á bílléttum lífsstíl. Nýr borgargarður á stærð við Austurvöll er fyrirhugaður við húsið og munu margir íbúar hússins njóta útsýnis yfir hann.

Skráðu þig á póstlista og fáðu tilkynningu þegar sala íbúða á Eirhöfða 8 hefst!

Skráning á póstlista
Borgarhöfði


Breiðhöfði 10b og 10c
264 íbúðir í hönnun á vegum Klasa



Húsin við Krossamýrartorg eru hönnuð með þægindi og lífsgæði í huga. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri verslun og þjónustu á jarðhæð húsanna en Bónus hefur þegar tryggt sér húsnæði. Um 900 bíla kjallari verður undir Breiðhöfða 10 og Borgarlínustöð verður við torgið. Þróun húsanna er á vegum Klasa en THG arkitektar eru aðalhönnuðir og Landslag sér um hönnun lóðar og Krossamýrartorgs.

Skráðu þig á póstlista Klasa og fáðu tilkynningu þegar sala íbúða við Krossamýrartorg hefst!

Skráning á póstlista
Borgarhöfði


Eldshöfði 4 og 6
212 íbúðir í hönnun á vegum Klasa



Fjögur ný íbúðarhús staðsett í kjarna Borgarhöfðans, við nýjan borgargarð og Krossamýrartorg. 212 íbúðir verða á reitnum auk bílakjallara. Mikil verslun og þjónusta er ráðgerð í næstu húsum ásamt skiptistöð Borgarlínu frá árinu 2031. Þróunin er á vegum Klasa, Tendra arkitektar eru aðalhönnuðir og Landslag sér um lóðarhönnun.

Skráðu þig á póstlista Klasa og fáðu tilkynningu þegar sala íbúða á Eldshöfða hefst!

Skráning á póstlista
Borgarhöfði


Lífsgæðakjarni við Eirhöfða 2
Hjúkrunarheimili og íbúðir í hönnun á vegum Klasa



Klasi þróar lífsgæðakjarna með um 110 hjúkrunarrýmum og allt að 160 þjónustuíbúðum auk heilsutengdrar þjónustu.

Grundarheimilin, Heimar og Klasi vinna sameiginlega að verkefninu með það að markmiði að skapa samfélag fyrir eldri borgara sem ýtir undir hreysti og heilbrigði, styður við félagsleg tengsl og býður upp á aðstæður við hæfi allra íbúa. Nordic Office of Architecture eru aðalhönnuðir hússins.

Húsið er á besta stað m.t.t. samgangna fyrir starfsfólk, íbúa og gesti. Áformin eru háð því að samningar náist við hið opinbera um rekstur hjúkrunarheimilisins.

Nánar
Borgarhöfði


Eirhöfði 7
Íbúðir til sölu á vegum Höfðakórs á www.eirhofdi.is



96 fjölbreyttar íbúðir nú í sölu. Húsin við Eirhöfða 7 sitja úti á hamrinum og frá mörgum íbúðum er útsýni yfir borgina og sundin. Höfðakór ehf. er uppbyggingaraðili og Arnarhvoll verktaki. Arkitektar eru Arkís og landslagshönnun er unninn af Aðalheiði Kristjánsdóttur.

 

Söluvefur Eirhöfða 7
Eirhöfði 7


C40 umhverfisvæn bygging við Sævarhöfða
Verkefni í undirbúningi á vegum Klasa o.fl. aðila



Við Elliðaárvog er ráðgert að reisa allt að 184 íbúða byggingu sem nýtir nýjar lausnir á sviði sjálfbærni og hefur minna kolefnisspor en gengur og gerist. Klasi á þriðjungshlut í verkefninu.

Þverfaglegt teymi samsett af Jakob+Macfarlane, T.ark, Landslagi, Eflu, Heild og Upphafi mótaði framtíðarsýn lóðarinnar undir heitinu Lifandi landslag. Sýn teymisins var hlutskörpust í samkeppni sem Reykjavíkurborg stóð fyrir árið 2018 um sjálfbæra uppbyggingu á lóðinni.

Nánar
Borgarhöfði


Eirhöfði 1-5, Steinhöfði 2-4 og Stórhöfði
Húsnæði í uppbyggingu á vegum Sérverks og Búseta



Við Eirhöfða 1-5, Steinhöfða 2-4 og við Stórhöfða stendur Sérverk nú að uppbyggingu 139 íbúða í fjórum húsum. Húsin við Eirhöfða 3 og 5 eru byggð í samstarfi við Búseta. ASK arkitektar eru aðalhönnuðir húsanna. Nánari upplýsingar um húsnæði Búseta á reitnum má finna á eirhofdi.buseti.is.

Borgarhöfði


Stálhöfði 2-8, Eirhöfði 11 og Eldshöfði 1-3
Íbúðir í uppbyggingu á vegum ÞG verks



ÞG Verk stendur nú að uppbyggingu um 145 íbúða í þremur byggingum. Staðsetning efst á hamrinum veitir gott útsýni yfir Reykjavík og sundin. Archus arkitektar eru aðalhönnuðir húsanna.

Reitur 1 Svæði 1, ÞG, Stálhöfði 2-8, Eirhöfði 11 og Eldshöfði 1 og 3.


Breiðhöfði 9-35
Íbúðir í uppbyggingu á vegum Skugga Byggingafélags.



Alls 165 íbúðir eru nú í uppbyggingu á Breiðhöfða 9-35 á vegum Skugga Byggingafélags.

Við Breiðhöfða 9-13 eru 50 íbúðir í uppbyggingu í húsnæði hannað af Arkís arkitektum en við Breiðhöfða 15-35 eru 115 íbúðir í uppbyggingu í húsnæði hannað af Nordic Office of Architecture.

Borgarhöfði


Fimmtán mínútna hverfi fyrir alla aldurshópa og fjölskyldumynstur



Samfélag
Samfélag

Verslun og þjónusta
Veitingastaðir
Heilsugæsla
Menning

Umhverfi & afþreying
Umhverfi & afþreying

Leiksvæði og garðar
Gróðursæl svæði
Íþróttasvæði
Útivistaraðstaða

Samgöngur
Samgöngur

Almenningssamgöngur
Öruggir hjólastígar
Góðar gönguleiðir

Atvinna
Atvinna

Atvinna í hverfinu
Atvinnu- og þjónustusvæði tengd með almenningssamgöngum

Húsnæði
Húsnæði

Fjölbreytt húsnæði
Heimili fyrir alla aldurshópa
Kostur á hagkvæmu húsnæði
Öruggt hverfi

Menntun
Menntun

Leik- og grunnskólar
Símenntun
Samgöngutengingar við æðri menntastofnanir



Kynntu þér Borgarhöfða nánar!



Borgarhöfði

Bílakjallarar, stutt í stofnbrautir og borgarlína 2031

2.020 bílastæði og 1.570 íbúðir verða í fyrsta áfanga, eða 1,3 bílastæði per íbúð. Um 90% bílastæða verða neðanjarðar sem veitir gangandi og hjólandi vegfarendum gott rými á yfirborði.

Greiðfært og stutt er að stofnbrautum. Strætó þjónar hverfinu vel í dag og Borgarlína er væntanleg árið 2031.

Borgarhöfði

Menntun, heilsa og hreyfing á öllum aldri

Húsnæði og almenningsrými fyrir alla aldurshópa er lykilþáttur í skipulagi hverfisins.

Nýir grunnskólar í hverfinu liggja við grænt belti sem vefur sig um hverfið. Vandað net göngustíga liggur að skólunum og milli þeirra.

Borgarhöfði

Endurheimt gróðurþekju fyrir fólk og náttúruna

Endurheimt gróðurþekju og ofanvatnslausnir eru lykilþættir í skipulagi Ártúnshöfða.

Votlendi og tjarnir undir hamrinum og í voginum eru kjörlendi margskonar gróðurs og dýralífs. Götutré veita skjól. Samþætting sjálfbærra gróðursvæða og útivistar er áberandi í skipulagi borgarhlutans.


Vefhönnun og vinnsla: ONNO ehf.